Guðlaugur Þór í hringiðu baráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2017 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins frá hruni og bakland hans er sterkt. Vísir/Vilhelm Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira