Bjóðum tækifæri í stað bóta Björk Vilhelmsdóttir skrifar 21. september 2017 08:00 Í dag er 1% atvinnuleysi og finnst fólki lítið. Þó eru 1.076 manns á skrá Vinnumálastofnunar á aldrinum 16 – 30 ára þar af 617 sem einungis eru með grunnskólamenntun. Við sem samfélag erum ekki að veita þeim tækifæri við hæfi og ef fram heldur sem horfir býður margra langvarandi fátækt með tilheyrandi heilsuleysi og örorkubótum. Árið 2015 voru 6,2% fólks á aldrinum 16-29 ára hvorki skráð í nám eða í starf . Um er að ræða 4.100 einstaklinga. 42% af þessum hópi fengu atvinnuleysisbætur, 20% örorku- eða endurhæfingarlífeyri, 19% fengu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi og 19% voru ekki með skráða framfærslu og því líkast til á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar. Þó hópurinn hafi hvorki verið skráður í námi né starfi þurfa ekki allir í þessum hópum að vera í vanda. Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá síðasta ári meðal yngra fólks sem nýlega hafði fengið örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna geðsjúkdóma og stoðkerfissjúkdóma sýnir að 38% fólks yngra en 30 ára sem er með örorku- eða endurhæfingarlífeyri eru í einhverju námi og 24% eru í einhverri vinnu. Þá eru sumir þeirra sem eru á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar einfaldlega á ferðalögum að skoða heiminn. Eftir stendur að stór hluti, jafnvel tvö til þrjú þúsund manns, er ungt fólk utan náms og vinnu sem er í hættu á að vera félagslega útskúfað í samfélaginu til frambúðar verði ekkert að gert. Þegar talað er um óvirkt ungt fólk í þessari umfjöllun er það án tillits til hvaðan það hafi framfærslu sína.Óvirkni er heilsuspillandi Þeir sem eru óvirkir eiga á hættu að verða félagslega einangraðir, vera með tekjur undir fátækramörkum og skorta tækifæri til að bæta fjárhagsstöðu sína. Slæm félagsleg staða hefur neikvæð áhrif á heilsufar, sérstaklega með tilliti til geðrænna sjúkdóma. Ótal rannsóknir sýna fram á tengsl óvirkni og verri heilsu og/eða aukinnar notkunar vímuefna. Eins virðist sem ýmsar raskanir og sjúkdómar sem oft eru viðráðanlegir með viðeigandi meðferð og félagslegum stuðningi versni við óvirkni og félagslega einangrun.Ísland eftirá Brotthvarf úr framhaldsskólum hér á landi er það mesta sem þekkist í vestrænum ríkjum innan OECD. Brotthvarf er mest meðal þeirra sem standa verr hvað varðar líðan og námsgetu og því þarf að styðja ungt fólk með andlega erfiðleika og námserfiðleika til áframhaldandi skólagöngu í stað þess að horfa á þau hverfa frá námi. Það þarf oft lítið til að breyta mjög miklu fyrir nemendur sem annars flosna upp úr námi. Stuðningur sem væri veittur af náms- og starfsráðgjöfum, sálfræðingum og skólafélagsráðgjöfum kostar mun minna fyrir samfélagið en sú þjónusta sem óvirkni fólks kallar á, í formi bótagreiðslna og félags- og heilbrigðisþjónustu.Lesblinda stór áhrifavaldur Þegar hugað er að ungu fólki sem hvorki er í vinnu né starfi þá er mikilvægt að greina stöðu hvers einstaklings og kortleggja tækifæri og hindranir. Lesblinda er dæmi um hindrun þegar kemur að námi og vinnu. Þegar ungu atvinnulausu fólki var boðið í nám árið 2011 á vegum átaksins Nám er vinnandi vegur, kom í ljós að lesblinda og aðrir námserfiðleikar voru það sem helst hindraði virkni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli atvinnuleysis og slakrar lestrarfærni. Í fyrrnefndi rannsókn Félagsvísindastofnunar meðal ungs fólks sem nýlega er hefur fengið með örorku- eða endurhæfingarlífeyri kemur fram að 33% þeirra sem eru undir þrítugu eiga við lesblindu að stríða þrátt fyrir einungis um 4 – 5% fólks teljist lesblind. Enn fleiri eru með athyglisbrest með eða án ofvirkni og allt að 80% greina frá kvíða eða þunglyndi þegar hópurinn sem er yngri en 25 ára er skoðaður. Þær raskanir sem hér eru nefndar eru oft meðfærilegar, en versna ef fólk fær ekki tækifæri til þátttöku í samfélaginu.Vannýtt tækifæri Íslenskt samfélag hefur í lögum og með stefnumótun tryggt nokkuð vel réttindi fólks sem stendur höllum fæti vegna námserfiðleika og eða á vinnumarkaði. Bjóða skal nemendum upp á margvísleg úrræði til að mæta þörfum þeirra m.a. fyrir annarskonar námsefni og lengri námstíma. Fullorðnu fólki með litla grunnmenntun, oft vegna brotthvarfs frá námi áður fyrr, stendur einnig margvísleg námsúrræði til boða í gegnum fullorðinsfræðslu. Hins vegar er það dapurleg staðreynd að mörg þessara úrræða eru vannýtt í dag. Á síðustu misserum hefur Mímir Símenntun og Námsflokkar Reykjavíkur þurft að fella niður námskeið ætluð fólk með lesblindu og/eða litla grunnmenntun vegna ónógrar þátttöku. Fjölsmiðjan í Kópavogi sem starfað hefur við góðan orðstýr er í sömu sporum. Síðastliðinn vetur voru þar fjöldi lausra plássa og búið að loka tímabundið einni af starfsþjálfunardeildunum. Þetta er dapurlegt á sama tíma og fjöldi fólks með lesblindu og skyldar raskanir er hvorki í vinnu né námi en gætu nýtt sér þessi tilboð.Á ábyrgð okkar allra Samfélagið þarf að láta sig varða þetta unga fólk sem okkar eigin skólakerfi hefur ekki náð að mæta. Við berum ábyrgð á brotthvarfi úr framhaldsskólum sem að stórum hluta er tilkomið vegna andlegra erfiðleika og námserfiðleika eins og lesblindu. Það er ekki lausn að greiða fólki eingöngu bætur, láta það afskiptalaust og leyfa því að skrimta í fátækt. Fátækt til lengri tíma er skaðleg einstaklingunum og samfélaginu öllu. Því þurfa félagsráðgjafar og aðrir sem vinna með ungu fólki að upplýsa það um hversu alvarlegar afleiðingar það hefur að hverfa frá námi og/eða hætta vinnu. Það á ekki að vera sjálfsagt val og tryggja þarf fyrst þann stuðning sem hver og einn á rétt á. Við þurfum að skapa samfélag sem gefur öllu fólki tækifæri, ekki síst þeim sem búa við margvíslega erfiðleika. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð meðal annars með því að sýna öðrum umburðarlyndi og bjóða fólk velkomið á vinnustaði og í skóla á þeirra forsendum, ekki okkar eigin. Þannig aukum við líkurnar á að ungt fólk geti gripið þau tækifæri sem samfélagið býður upp á.Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1% atvinnuleysi og finnst fólki lítið. Þó eru 1.076 manns á skrá Vinnumálastofnunar á aldrinum 16 – 30 ára þar af 617 sem einungis eru með grunnskólamenntun. Við sem samfélag erum ekki að veita þeim tækifæri við hæfi og ef fram heldur sem horfir býður margra langvarandi fátækt með tilheyrandi heilsuleysi og örorkubótum. Árið 2015 voru 6,2% fólks á aldrinum 16-29 ára hvorki skráð í nám eða í starf . Um er að ræða 4.100 einstaklinga. 42% af þessum hópi fengu atvinnuleysisbætur, 20% örorku- eða endurhæfingarlífeyri, 19% fengu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi og 19% voru ekki með skráða framfærslu og því líkast til á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar. Þó hópurinn hafi hvorki verið skráður í námi né starfi þurfa ekki allir í þessum hópum að vera í vanda. Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá síðasta ári meðal yngra fólks sem nýlega hafði fengið örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna geðsjúkdóma og stoðkerfissjúkdóma sýnir að 38% fólks yngra en 30 ára sem er með örorku- eða endurhæfingarlífeyri eru í einhverju námi og 24% eru í einhverri vinnu. Þá eru sumir þeirra sem eru á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar einfaldlega á ferðalögum að skoða heiminn. Eftir stendur að stór hluti, jafnvel tvö til þrjú þúsund manns, er ungt fólk utan náms og vinnu sem er í hættu á að vera félagslega útskúfað í samfélaginu til frambúðar verði ekkert að gert. Þegar talað er um óvirkt ungt fólk í þessari umfjöllun er það án tillits til hvaðan það hafi framfærslu sína.Óvirkni er heilsuspillandi Þeir sem eru óvirkir eiga á hættu að verða félagslega einangraðir, vera með tekjur undir fátækramörkum og skorta tækifæri til að bæta fjárhagsstöðu sína. Slæm félagsleg staða hefur neikvæð áhrif á heilsufar, sérstaklega með tilliti til geðrænna sjúkdóma. Ótal rannsóknir sýna fram á tengsl óvirkni og verri heilsu og/eða aukinnar notkunar vímuefna. Eins virðist sem ýmsar raskanir og sjúkdómar sem oft eru viðráðanlegir með viðeigandi meðferð og félagslegum stuðningi versni við óvirkni og félagslega einangrun.Ísland eftirá Brotthvarf úr framhaldsskólum hér á landi er það mesta sem þekkist í vestrænum ríkjum innan OECD. Brotthvarf er mest meðal þeirra sem standa verr hvað varðar líðan og námsgetu og því þarf að styðja ungt fólk með andlega erfiðleika og námserfiðleika til áframhaldandi skólagöngu í stað þess að horfa á þau hverfa frá námi. Það þarf oft lítið til að breyta mjög miklu fyrir nemendur sem annars flosna upp úr námi. Stuðningur sem væri veittur af náms- og starfsráðgjöfum, sálfræðingum og skólafélagsráðgjöfum kostar mun minna fyrir samfélagið en sú þjónusta sem óvirkni fólks kallar á, í formi bótagreiðslna og félags- og heilbrigðisþjónustu.Lesblinda stór áhrifavaldur Þegar hugað er að ungu fólki sem hvorki er í vinnu né starfi þá er mikilvægt að greina stöðu hvers einstaklings og kortleggja tækifæri og hindranir. Lesblinda er dæmi um hindrun þegar kemur að námi og vinnu. Þegar ungu atvinnulausu fólki var boðið í nám árið 2011 á vegum átaksins Nám er vinnandi vegur, kom í ljós að lesblinda og aðrir námserfiðleikar voru það sem helst hindraði virkni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli atvinnuleysis og slakrar lestrarfærni. Í fyrrnefndi rannsókn Félagsvísindastofnunar meðal ungs fólks sem nýlega er hefur fengið með örorku- eða endurhæfingarlífeyri kemur fram að 33% þeirra sem eru undir þrítugu eiga við lesblindu að stríða þrátt fyrir einungis um 4 – 5% fólks teljist lesblind. Enn fleiri eru með athyglisbrest með eða án ofvirkni og allt að 80% greina frá kvíða eða þunglyndi þegar hópurinn sem er yngri en 25 ára er skoðaður. Þær raskanir sem hér eru nefndar eru oft meðfærilegar, en versna ef fólk fær ekki tækifæri til þátttöku í samfélaginu.Vannýtt tækifæri Íslenskt samfélag hefur í lögum og með stefnumótun tryggt nokkuð vel réttindi fólks sem stendur höllum fæti vegna námserfiðleika og eða á vinnumarkaði. Bjóða skal nemendum upp á margvísleg úrræði til að mæta þörfum þeirra m.a. fyrir annarskonar námsefni og lengri námstíma. Fullorðnu fólki með litla grunnmenntun, oft vegna brotthvarfs frá námi áður fyrr, stendur einnig margvísleg námsúrræði til boða í gegnum fullorðinsfræðslu. Hins vegar er það dapurleg staðreynd að mörg þessara úrræða eru vannýtt í dag. Á síðustu misserum hefur Mímir Símenntun og Námsflokkar Reykjavíkur þurft að fella niður námskeið ætluð fólk með lesblindu og/eða litla grunnmenntun vegna ónógrar þátttöku. Fjölsmiðjan í Kópavogi sem starfað hefur við góðan orðstýr er í sömu sporum. Síðastliðinn vetur voru þar fjöldi lausra plássa og búið að loka tímabundið einni af starfsþjálfunardeildunum. Þetta er dapurlegt á sama tíma og fjöldi fólks með lesblindu og skyldar raskanir er hvorki í vinnu né námi en gætu nýtt sér þessi tilboð.Á ábyrgð okkar allra Samfélagið þarf að láta sig varða þetta unga fólk sem okkar eigin skólakerfi hefur ekki náð að mæta. Við berum ábyrgð á brotthvarfi úr framhaldsskólum sem að stórum hluta er tilkomið vegna andlegra erfiðleika og námserfiðleika eins og lesblindu. Það er ekki lausn að greiða fólki eingöngu bætur, láta það afskiptalaust og leyfa því að skrimta í fátækt. Fátækt til lengri tíma er skaðleg einstaklingunum og samfélaginu öllu. Því þurfa félagsráðgjafar og aðrir sem vinna með ungu fólki að upplýsa það um hversu alvarlegar afleiðingar það hefur að hverfa frá námi og/eða hætta vinnu. Það á ekki að vera sjálfsagt val og tryggja þarf fyrst þann stuðning sem hver og einn á rétt á. Við þurfum að skapa samfélag sem gefur öllu fólki tækifæri, ekki síst þeim sem búa við margvíslega erfiðleika. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð meðal annars með því að sýna öðrum umburðarlyndi og bjóða fólk velkomið á vinnustaði og í skóla á þeirra forsendum, ekki okkar eigin. Þannig aukum við líkurnar á að ungt fólk geti gripið þau tækifæri sem samfélagið býður upp á.Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar