Linda Hamilton gæti snúið aftur í Terminator-seríuna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 13:00 Linda Hamilton sem Sarah Connor í Terminator sem kom út árið 1984. IMDB Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron. Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein