Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 08:45 Hlutafjáreign erlendra fjárfesta í Kauphöllinni fer hlutfallslega hækkandi. Vísir/Daníel Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira