Allt fyrir alla Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. september 2017 07:00 Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar