Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Elín M. Stefánsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf.
Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun