„Vitleysa“ að stilla öldruðum og öryrkjum upp á móti innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 14:57 „Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira