Innlent

Varaformaður VG í baráttusæti í NA-kjördæmi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Edward H. Huji­bens
Edward H. Huji­bens
Framboðslisti Vinstri grænna í NA-kjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann líkt og í síðustu kosningum. Edward H. Huji­bens skipar fjórða sæti listans og er í baráttusæti en hann er nýkjörinn varaformaður flokksins.

Á undan honum í röðinni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari. Í heiðurssæti listans er Kristín Sigfúsdóttir, en hún er systir Steingríms,  sem er í fyrsta sætinu. 

Hér fyrir neðan má sjá lista Vinstri grænna í NA-kjördæmi:



1.  Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum.

2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði.

3. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað.

4. Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri.

5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.

6. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi.

7. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri.

8. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli.

9. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum.

10. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði.

11. Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík.

12. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri.

13. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda, Björgum.

14. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík.

15. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.

16. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði.

17. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði.

18. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík.

19. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri.

20. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×