Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2017 15:29 KOna stendur fyrir utan lokað sendiráð Bandaríkjanna í Istanbúl. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira