Viðskipti erlent

Lentu fjórtándu eldflauginni á árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fyrra geimskoti SpaceX.
Frá fyrra geimskoti SpaceX. Vísir/SPaceX
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX lentu sinni fjórtándu eldflaug á árinu nú á þrettánda tímanum í dag. Falcon 9 eldflaug var skotið á loft frá Kaliforníu og bar hún tíu gervihnetti fyrirtækisins Iridium á sporbraut um jörðina. Þá stendur til að skjóta annarri eldflaug á loft frá Flórída á miðvikudaginn.

Eldflaugin sem skotið var á loft lenti á prammanum „Just read the instructions“ undan ströndum Kaliforníu.

Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið flytur gervihnetti upp í geim fyrir Iridium og en fleiri geimferðir þarf til til að klára gervihnettanet Iridium.

Gervihnettirnir eru þó ekki komnir á sýnar réttu sporbrautir enn og hægt er að fylgjast með því ferli hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×