Kaupþing hætt við að selja eftirlýstum kaupsýslumanni tískukeðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 06:31 Hinn áhugasami bauð 60 milljónir punda fyrir verslanirnar. VÍSIR/STEFÁN Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47
Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25