Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Mörg þúsund Íslendingar eiga ógleymanlegar minningar frá EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira