Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Helga María Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2017 22:34 Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira