Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Helga María Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2017 22:34 Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann segir brýnt að Íslendingar berjist gegn tilvist kjarnavopna í heiminum og hvetur almenning til að þrýsta á stjórnvöld að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. Verðlaunin er viðurkenning á því mikilvæga hlutverki að vekja athygli á hinum hrikalega mannlega harmleik sem leiðir af notkun kjarnavopna, sagði Kawasaki í morgun. Hann frétti að Ican samtökin höfðu unnið til verðlaunanna þegar hann var í flugvél á leið sinni til Íslands í gær. „Þessar óvæntu fréttir komu mér mikið á óvart,“ segir Akira Kawasaki. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Ég trúði þessu varla og tók andköf í fyrstu.“Samtökin stóðu fyrir sáttmála sem var undirritaður af 122 ríkum þann 7. júlí síðastliðinn og hann miðar að því eyða öllum kjarnorkuvopnum í heiminum. „Til þess að sáttmálinn öðlist gildi þurfa mörg ríki að undirrita hann og fullgilda. Við biðlum til allra ríkisstjórna að undirrita og fullgilda sáttmálann um bann við kjarnavopnum.“Íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað sáttmálann, hvað finnst þér um það? „Það veldur okkur vonbrigðum en sama á við um Japan. Íslendingar og Japanar styðja heilshugar bann við kjarnavopnum, þeir eru á móti kjarnavopnum. En ríkisstjórnir landanna skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls. Við þurfum því að hækka róminn, sannfæra og hvetja ríkisstjórnirnar til að stíga skrefið til fulls,“ segir Kawasaki.Kimura Tokuko lifði af kjarnorkuárásina í Nagasaki árið 1945 og var þá aðeins tíu ára gömul. Hún segir ennþá finna fyrir áhrifunum af völum sprengingarinnar og vill meira en allt sjá frið á jörð. „Líf allra í borginni breyttist í kjölfar þess að sprengjunni var varpað. Sú staðreynd að ég varð fyrir áhrifum frá sprengjunni varð til þess að það mun aldrei hverfa úr huga mér. Það hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Þegar ég giftist, þegar ég eignaðist börn og sótti um starf,“ segir Kimura.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent