Edward Hákon Hujibens er nýr varaformaður Vinstri grænna. Kosið var í embættið á landsfundi flokksins í dag og hlaut Edward 148 atkvæði en Óli Halldórsson hlaut 70 atkvæði. Fimm skiluðu auðu en alls greiddu 223 atkvæði í varaformannskosningunni.
Edward tekur við embættinu af Birni Vali Gíslasyni en hann er doktor í menningarlandfræði. Hann er forseti félagsvísinda-og lagadeildar Háskólans á Akureyri þar sem hann gegnir jafnframt stöðu prófessors. Edward hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu.
