FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 11:15 Paddock skaut út um glugga á herbergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Vísir/getty Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43