Hannes: Æðisleg tilfinning þegar þögn sló á Tyrki Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:48 „Þetta er einn af þessum stóru, það er ekki spurning,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir sigur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. Ísland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk gegn engu á heimavelli Tyrkja og kom sér þannig á topp I-riðils eftir að Finnar náðu jafntefli á heimavelli Króata í kvöld. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta alveg svo langt hvar maður raðar þessu en engin spurning þetta kvöld er eitt af skemmtilegustu kvöldum sem maður hefur upplifað. Alveg ólýsanlegt og alveg klárlega einn af stærstu sigrum landsliðsins,“ sagði Hannes. Spurður hvernig upplifunin var þegar þögn sló á tyrknesku áhorfendurna þegar íslenska liðið raðaði inn mörkum svaraði Hannes því að tilfinningin hefði verið æðisleg. „Maður fann að þessi leikur var að spilast nákvæmlega eins og við höfðum óskað okkur að hann myndi spilast þegar við náðum að loka á þá, náðum að refsa þeim vissum við að þeir myndu panikka og stemningin myndi snúast gegn þeim. Það gekk allt fullkomlega upp og þegar maður fann að við værum með þetta var það mjög góð tilfinning,“ sagði Hannes. Hann sagði Tyrki ekki hafa ógnað marki Ísland að ráði. „Þetta voru einhverjar máttlausar tilraunir og við lokuðum á allt sem þeir reyndu og gerðum það frábærlega. Þetta hefur verið einkenni okkar síðustu ár og allir okkar bestu leikir hafa litið nákvæmlega svona út þar sem við spilum á móti stærri þjóðum og við náum að vera þéttir og gefa fá færi á okkur og pirra þá. Við vitum að Tyrkir henta okkur ágætlega og þetta gekk í dag. Við vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur og erum með gæði fram á við þegar tækifæri gefst.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Þetta er einn af þessum stóru, það er ekki spurning,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir sigur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. Ísland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk gegn engu á heimavelli Tyrkja og kom sér þannig á topp I-riðils eftir að Finnar náðu jafntefli á heimavelli Króata í kvöld. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta alveg svo langt hvar maður raðar þessu en engin spurning þetta kvöld er eitt af skemmtilegustu kvöldum sem maður hefur upplifað. Alveg ólýsanlegt og alveg klárlega einn af stærstu sigrum landsliðsins,“ sagði Hannes. Spurður hvernig upplifunin var þegar þögn sló á tyrknesku áhorfendurna þegar íslenska liðið raðaði inn mörkum svaraði Hannes því að tilfinningin hefði verið æðisleg. „Maður fann að þessi leikur var að spilast nákvæmlega eins og við höfðum óskað okkur að hann myndi spilast þegar við náðum að loka á þá, náðum að refsa þeim vissum við að þeir myndu panikka og stemningin myndi snúast gegn þeim. Það gekk allt fullkomlega upp og þegar maður fann að við værum með þetta var það mjög góð tilfinning,“ sagði Hannes. Hann sagði Tyrki ekki hafa ógnað marki Ísland að ráði. „Þetta voru einhverjar máttlausar tilraunir og við lokuðum á allt sem þeir reyndu og gerðum það frábærlega. Þetta hefur verið einkenni okkar síðustu ár og allir okkar bestu leikir hafa litið nákvæmlega svona út þar sem við spilum á móti stærri þjóðum og við náum að vera þéttir og gefa fá færi á okkur og pirra þá. Við vitum að Tyrkir henta okkur ágætlega og þetta gekk í dag. Við vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur og erum með gæði fram á við þegar tækifæri gefst.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira