Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Alfreð og Kári koma inn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið Íslands gegn Tyrklandi.
Byrjunarlið Íslands gegn Tyrklandi. mynd/ksí
Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-0 sigrinum á Úkraínu fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Alfreð Finnbogason kemur inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Emil Hallfreðsson sem tekur út leikbann. Kári Árnason kemur einnig inn fyrir Sverri Inga Ingason sem lék allan leikinn gegn Úkraínu.

Ísland fer aftur í leikkerfið 4-4-2. Gylfi Þór Sigurðsson fer niður á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni sem er leikfær. Alfreð og Jón Daði Böðvarsson leika svo saman í fremstu víglínu.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Framherjar: Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×