Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 12:15 Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur allt sitt líf stundað íþróttir. Vísir/Stefán Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira