Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. október 2017 07:02 Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. VÍSIR/ANTON BRINK Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað eru um viðskipti Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður, dagana fyrir hrun bankakerfisins. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Þáttinn má sjá hér að neðan.Í umfjölluninni eru jafnframt rakin tengsl Bjarna og Glitnis. Kemur þar meðal annars fram að Bjarni hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum bankans á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum. Upplýsingarnar sem Stundin byggir umfjöllun sína á koma fram í gögnum innan úr Glitni sem blaðið segist hafa undir höndum og vinni í samstarfi við Reykjavik Media og breska blaðið Guardian. Í þessum gögnum kemur jafnframt fram að Bjarni hafi notið mikillar velvildar hjá bankanum og hafi ítrekað fengið boð í ferðir á vegum bankans. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um eina þessara ferða og Bjarni hefur sjálfur sagt tvívegis hafa þegið slíkt boð. Í samtali við blaðamann Guardian segist Bjarni ekki hafa búið yfir neinum innherjaupplýsingum á þessum tíma sem um ræðir. Sölur hans í Sjóði 9 hafi þar að auki verið rannsakaðir og ekkert úr þeim komið. „Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.“ Bjarni vildi í viðtalinu við blaðamann Guardian ekki gefa upp nákvæmar upplýsingar um tímasetningar og upphæðir í málinu. Umfjallanir Stundarinnar má nálgast hér:Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu“Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað eru um viðskipti Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður, dagana fyrir hrun bankakerfisins. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Þáttinn má sjá hér að neðan.Í umfjölluninni eru jafnframt rakin tengsl Bjarna og Glitnis. Kemur þar meðal annars fram að Bjarni hafi verið skráður í fimm boðsferðir á vegum bankans á árunum fyrir hrun. Fjórar þeirra voru utanlandsferðir en sú fimmta veiðiferð að Langá á Mýrum. Upplýsingarnar sem Stundin byggir umfjöllun sína á koma fram í gögnum innan úr Glitni sem blaðið segist hafa undir höndum og vinni í samstarfi við Reykjavik Media og breska blaðið Guardian. Í þessum gögnum kemur jafnframt fram að Bjarni hafi notið mikillar velvildar hjá bankanum og hafi ítrekað fengið boð í ferðir á vegum bankans. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um eina þessara ferða og Bjarni hefur sjálfur sagt tvívegis hafa þegið slíkt boð. Í samtali við blaðamann Guardian segist Bjarni ekki hafa búið yfir neinum innherjaupplýsingum á þessum tíma sem um ræðir. Sölur hans í Sjóði 9 hafi þar að auki verið rannsakaðir og ekkert úr þeim komið. „Allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þesum tíma.“ Bjarni vildi í viðtalinu við blaðamann Guardian ekki gefa upp nákvæmar upplýsingar um tímasetningar og upphæðir í málinu. Umfjallanir Stundarinnar má nálgast hér:Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu“Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00