Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 17:52 Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira
Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43