Stjörnuspá Siggu Kling – Hrúturinn: Hefur of mikla orku til að hangsa 6. október 2017 09:00 Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Sjá meira