Stjörnuspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Ert að byggja svo sterkar undirstöður Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2017 09:00 Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez með flestar tilnefningar til Óskarsins Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira
Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez með flestar tilnefningar til Óskarsins Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira