Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 08:43 Ljósmyndin af parinu hefur farið víða og jafnvel legið undir gagnrýni. Vísir/Getty Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55