Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Stephen M. Duvernay skrifar 5. október 2017 07:00 Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein beinum við sjónum að gagnrýni sem varðar gæði og gerð stjórnarskrárdraganna. Eitt af því, sem stjórnarskrárdrögunum hefur verið fundið til foráttu, er að annaðhvort sé þeim ekki lokið, eða þau eru aðeins yfirlýsing um „vilja“ þjóðarinnar. Reyndar eru stjórnarskrárdrögin fullgerð grundvallarlöggjöf sem markar stjórnvöldum ramma. Þeim er ætlað að eiga við um þjóðina alla án þess að taka fyrir öll ágreiningsatriði samfélagsins. Stjórnarskrá á ekki að hafa að geyma svör við öllum spurningum, enda væri það ekki hægt, en alltaf má endurskoða hana og breyta henni er fram líða stundir. Stjórnarskrárdrögunum má breyta með lögum, en annars má leysa mál með opinberum umræðum á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Stjórnarskrárdrögin eru annað og meira en viljayfirlýsing. Þetta er sáttmáli sem er í senn svo sterkur og sveigjanlegur að hann getur fleytt íslensku samfélagi til framtíðar. Sumir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin fyrir að vera ekki nógu róttæk og benda á að þau breyti ekki miklu um stjórnun Íslands. Reyndar er það jákvætt. Íslenskt samfélag er ekki svo grátt leikið að byltingar sé þörf. Þegar samin er stjórnarskrá þarf að miðla málum, og hefur Ágúst Þór Árnason bent á að almennt hefur ríkt samkomulag um stjórnarskrárbreytingar á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þetta er viðeigandi að því er varðar gerð stjórnarskrár. Ef einhver einn hópur nær að ráða fyrirhuguðum ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar standa aðrir hópar verr. Stjórnarskrárdrögin endurspegla þannig viðeigandi málamiðlun. Það væri sannarlega undarlegt ef stjórnarskrárdrögin væru róttæk, vegna þess að Stjórnlagaráð hafði úr ýmsu að moða í upphafi. Drögin eru byggð á reynslu Íslendinga af fyrri stjórnarskrám (dönsku stjórnarskránni frá 1849, fyrstu íslensku stjórnarskránni frá 1874, stjórnarskránni frá 1920, og núgildandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Stjórnlagaráð fylgdi aðferðum við gerð stjórnarskrár sem hafa þróast um allan heim á undangengnum tveimur öld. Stuðst var við vinnu þjóðfundar og tveggja binda skýrslu frá sérfræðingum í stjórnarskrárnefnd. Því er rétt að líta á stjórnarskrárdrögin sem afleiðingu þróunar en ekki byltingar. Þar er stuðst að stórum hluta við núgildandi stjórnarskrá landsins og þar að auki litið til reynslunnar í öðrum löndum. Aðrir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin og sagt að þau væru of róttæk, og borið því við að um sé að ræða gagngerar breytingar á stjórn landsins. Það er ekki rétt. Þrátt fyrir að almenningur hafi tekið virkan þátt í að semja stjórnarskrána, sem er einsdæmi, er þar enn í gildi venjulegt þingræði eins og í núverandi stjórnarskrá. „Róttækustu“ atriðin eru þrjú ný ákvæði: 65. grein, sem heimilar að lög, sem Alþingi hefur samþykkt, séu borin undir þjóðaratkvæði; 66. grein, sem heimilar kjósendum að leggja mál beint fyrir Alþingi; og loks 113. grein, þar sem kveðið er á um stjórnarskrárbreytingar skuli staðfestar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir stjórnkerfi í líkingu við það sem tíðkast í öðrum þingræðisríkjum í Evrópu.Þátttaka almennings Vissulega er í ríkari mæli en áður gert ráð fyrir markvissari þátttöku almennings með þessum ákvæðum til beins lýðræðis, en þar er ekki kveðið á um að löggjafarvaldið sé fært til almennings með beinum hætti. Frumkvæði er ekki bindandi og því leiða ákvæði af þessu tagi til aukinna skoðanaskipta og samstarfs, en þjóðin fær ekki að segja Alþingi fyrir verkum hvað varðar lagasetningu almennt. Þetta er framför miðað við núgildandi fyrirkomulag, þar sem kjósendur hafa lítil sem engin ráð til þess að hafa áhrif á völd Alþingis. Alþingi er elsta þjóðþing í heimi. Slíkri hefð lýkur ekki með stjórnarskrárdrögunum. Þvert á móti eru þau merkur áfangi til að efla lýðræði á Íslandi. Núgildandi stjórnarskrá Íslands var til dæmis breytt árið 1995 til að samræma hana evrópskum mannréttindaákvæðum, og í stjórnarskrárdrögunum eru þau ákvæði efld enn frekar í átt að nútímalegum kröfum um frelsi einstaklingsins. Í stjórnarskrárdrögunum birtist nútímalegur skilningur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrárdögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlutverk og réttur íslensku þjóðarinnar til samtarfs við yfirvöld og eftirlits með þeim. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein beinum við sjónum að gagnrýni sem varðar gæði og gerð stjórnarskrárdraganna. Eitt af því, sem stjórnarskrárdrögunum hefur verið fundið til foráttu, er að annaðhvort sé þeim ekki lokið, eða þau eru aðeins yfirlýsing um „vilja“ þjóðarinnar. Reyndar eru stjórnarskrárdrögin fullgerð grundvallarlöggjöf sem markar stjórnvöldum ramma. Þeim er ætlað að eiga við um þjóðina alla án þess að taka fyrir öll ágreiningsatriði samfélagsins. Stjórnarskrá á ekki að hafa að geyma svör við öllum spurningum, enda væri það ekki hægt, en alltaf má endurskoða hana og breyta henni er fram líða stundir. Stjórnarskrárdrögunum má breyta með lögum, en annars má leysa mál með opinberum umræðum á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Stjórnarskrárdrögin eru annað og meira en viljayfirlýsing. Þetta er sáttmáli sem er í senn svo sterkur og sveigjanlegur að hann getur fleytt íslensku samfélagi til framtíðar. Sumir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin fyrir að vera ekki nógu róttæk og benda á að þau breyti ekki miklu um stjórnun Íslands. Reyndar er það jákvætt. Íslenskt samfélag er ekki svo grátt leikið að byltingar sé þörf. Þegar samin er stjórnarskrá þarf að miðla málum, og hefur Ágúst Þór Árnason bent á að almennt hefur ríkt samkomulag um stjórnarskrárbreytingar á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þetta er viðeigandi að því er varðar gerð stjórnarskrár. Ef einhver einn hópur nær að ráða fyrirhuguðum ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar standa aðrir hópar verr. Stjórnarskrárdrögin endurspegla þannig viðeigandi málamiðlun. Það væri sannarlega undarlegt ef stjórnarskrárdrögin væru róttæk, vegna þess að Stjórnlagaráð hafði úr ýmsu að moða í upphafi. Drögin eru byggð á reynslu Íslendinga af fyrri stjórnarskrám (dönsku stjórnarskránni frá 1849, fyrstu íslensku stjórnarskránni frá 1874, stjórnarskránni frá 1920, og núgildandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Stjórnlagaráð fylgdi aðferðum við gerð stjórnarskrár sem hafa þróast um allan heim á undangengnum tveimur öld. Stuðst var við vinnu þjóðfundar og tveggja binda skýrslu frá sérfræðingum í stjórnarskrárnefnd. Því er rétt að líta á stjórnarskrárdrögin sem afleiðingu þróunar en ekki byltingar. Þar er stuðst að stórum hluta við núgildandi stjórnarskrá landsins og þar að auki litið til reynslunnar í öðrum löndum. Aðrir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin og sagt að þau væru of róttæk, og borið því við að um sé að ræða gagngerar breytingar á stjórn landsins. Það er ekki rétt. Þrátt fyrir að almenningur hafi tekið virkan þátt í að semja stjórnarskrána, sem er einsdæmi, er þar enn í gildi venjulegt þingræði eins og í núverandi stjórnarskrá. „Róttækustu“ atriðin eru þrjú ný ákvæði: 65. grein, sem heimilar að lög, sem Alþingi hefur samþykkt, séu borin undir þjóðaratkvæði; 66. grein, sem heimilar kjósendum að leggja mál beint fyrir Alþingi; og loks 113. grein, þar sem kveðið er á um stjórnarskrárbreytingar skuli staðfestar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir stjórnkerfi í líkingu við það sem tíðkast í öðrum þingræðisríkjum í Evrópu.Þátttaka almennings Vissulega er í ríkari mæli en áður gert ráð fyrir markvissari þátttöku almennings með þessum ákvæðum til beins lýðræðis, en þar er ekki kveðið á um að löggjafarvaldið sé fært til almennings með beinum hætti. Frumkvæði er ekki bindandi og því leiða ákvæði af þessu tagi til aukinna skoðanaskipta og samstarfs, en þjóðin fær ekki að segja Alþingi fyrir verkum hvað varðar lagasetningu almennt. Þetta er framför miðað við núgildandi fyrirkomulag, þar sem kjósendur hafa lítil sem engin ráð til þess að hafa áhrif á völd Alþingis. Alþingi er elsta þjóðþing í heimi. Slíkri hefð lýkur ekki með stjórnarskrárdrögunum. Þvert á móti eru þau merkur áfangi til að efla lýðræði á Íslandi. Núgildandi stjórnarskrá Íslands var til dæmis breytt árið 1995 til að samræma hana evrópskum mannréttindaákvæðum, og í stjórnarskrárdrögunum eru þau ákvæði efld enn frekar í átt að nútímalegum kröfum um frelsi einstaklingsins. Í stjórnarskrárdrögunum birtist nútímalegur skilningur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrárdögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlutverk og réttur íslensku þjóðarinnar til samtarfs við yfirvöld og eftirlits með þeim. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun