Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 15:21 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira