Markviss sókn til áhrifaleysis Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun