Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 08:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24
Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15