Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 17:35 Trump við komuna til San Juan í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017 Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017
Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11