Eina kerfið sem veit best Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2017 07:00 Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun