Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. október 2017 06:00 Óljóst er hve mikill sparnaðurinn er fyrir hjónin Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og Sigmund Davíð en hann kemur til á næstu árum sem aukafrádráttur. Endurákvörðun Ríkisskattstjóra (RSK) á opinberum gjöldum hjónanna Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér að þegar upp er staðið munu þau greiða minna en þau greiddu samkvæmt fyrri skattskilum. Þetta segir Sigmundur Davíð við Fréttablaðið. „Það er enn óljóst hversu mikill heildarsparnaðurinn verður því hann kemur að miklu leyti til á næstu árum í formi skattafrádráttar,“ segir Sigmundur. Fréttablaðið fór fram á það að gögn yrðu lögð fram sem styddu fullyrðinguna að á heildina litið fælist hagræði í þessu. Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni í gær. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu,“ segir Sigmundur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að hjónin hefðu óskað eftir því í maí 2016 að RSK leiðrétti skattframtöl þeirra gjaldárin 2011 til og með 2015. Leiðréttingin varðaði félag í hennar eigu, Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í erindi hjónanna til RSK kemur fram að eignir Wintris hefðu verið taldar fram sem eignir Önnu og tekjur af félaginu taldar fram sem fjármagnstekjur hennar. Þessari tilhögun hafi hún ekki breytt eftir lögfestingu CFC-reglna, sem kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér af hagnaði félags sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki eins og Wintris, árið 2009. „Í því sambandi hefði verið horft til yfirlýsts tilgangs með reglunum, sem væri að sporna við skattundanskotum, en kærendur hefðu talið að framtalsmáti þeirra samrýmdist þessum tilgangi,“ sagði í erindinu. Þá var tekið fram að það hefði „hugsanlega verið réttara“ að haga skattskilum samkvæmt efni reglnanna. Með erindinu fylgdu gögn sem varða Wintris. Ákvörðun RSK fól í sér að gjaldstofn vegna tekjuskatts og útsvars var hækkaður en gjaldstofn vegna fjármagnstekjuskatts var lækkaður. Auðlegðarskattur var endurákvarðaður en ekki kemur fram hvort það hafi verið til hækkunar eða lækkunar. Undu hjónin þeirri niðurstöðu. Hluti ákvörðunarinnar var kærður til yfirskattanefndar. Sneri sá hluti málsins að færslu vegna gengisbreytinga á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengisbreytingum af starfsemi Wintris. Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niðurstöðu og féllst á kröfur Önnu og Sigmundar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að skattlagning á grundvelli CFC-reglnanna gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði séu skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi. Frá því væru þó sérstaklega tilgreindar undantekningar. Taka hefði þurft sérstaklega fram ef slíkt ætti ekki að gilda um færslu gengismunar. Niðurstaðan fól meðal annars í sér að uppsafnað ónotað frádráttarbært tap þeirra varð 162 milljónir króna í stað 50 milljóna. Þá endurgreiddi skatturinn þeim 25 milljónir sem áður höfðu verið ofgreiddar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Endurákvörðun Ríkisskattstjóra (RSK) á opinberum gjöldum hjónanna Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér að þegar upp er staðið munu þau greiða minna en þau greiddu samkvæmt fyrri skattskilum. Þetta segir Sigmundur Davíð við Fréttablaðið. „Það er enn óljóst hversu mikill heildarsparnaðurinn verður því hann kemur að miklu leyti til á næstu árum í formi skattafrádráttar,“ segir Sigmundur. Fréttablaðið fór fram á það að gögn yrðu lögð fram sem styddu fullyrðinguna að á heildina litið fælist hagræði í þessu. Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni í gær. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu,“ segir Sigmundur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að hjónin hefðu óskað eftir því í maí 2016 að RSK leiðrétti skattframtöl þeirra gjaldárin 2011 til og með 2015. Leiðréttingin varðaði félag í hennar eigu, Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í erindi hjónanna til RSK kemur fram að eignir Wintris hefðu verið taldar fram sem eignir Önnu og tekjur af félaginu taldar fram sem fjármagnstekjur hennar. Þessari tilhögun hafi hún ekki breytt eftir lögfestingu CFC-reglna, sem kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér af hagnaði félags sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki eins og Wintris, árið 2009. „Í því sambandi hefði verið horft til yfirlýsts tilgangs með reglunum, sem væri að sporna við skattundanskotum, en kærendur hefðu talið að framtalsmáti þeirra samrýmdist þessum tilgangi,“ sagði í erindinu. Þá var tekið fram að það hefði „hugsanlega verið réttara“ að haga skattskilum samkvæmt efni reglnanna. Með erindinu fylgdu gögn sem varða Wintris. Ákvörðun RSK fól í sér að gjaldstofn vegna tekjuskatts og útsvars var hækkaður en gjaldstofn vegna fjármagnstekjuskatts var lækkaður. Auðlegðarskattur var endurákvarðaður en ekki kemur fram hvort það hafi verið til hækkunar eða lækkunar. Undu hjónin þeirri niðurstöðu. Hluti ákvörðunarinnar var kærður til yfirskattanefndar. Sneri sá hluti málsins að færslu vegna gengisbreytinga á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengisbreytingum af starfsemi Wintris. Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niðurstöðu og féllst á kröfur Önnu og Sigmundar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að skattlagning á grundvelli CFC-reglnanna gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði séu skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi. Frá því væru þó sérstaklega tilgreindar undantekningar. Taka hefði þurft sérstaklega fram ef slíkt ætti ekki að gilda um færslu gengismunar. Niðurstaðan fól meðal annars í sér að uppsafnað ónotað frádráttarbært tap þeirra varð 162 milljónir króna í stað 50 milljóna. Þá endurgreiddi skatturinn þeim 25 milljónir sem áður höfðu verið ofgreiddar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30
Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00