Bull er bull Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. október 2017 07:00 Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Baldvin Hannibalsson Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar