Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2017 13:24 Wintris is back. Enn og aftur er Wintris til umræðu og hafa stór orð og þung fallið á báða bóga í morgun. Enn og aftur logar allt vegna Wintris, félags Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrum forsætisráðherra og nú formanns Miðflokksins. Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. Í morgun birtist í Fréttablaðinu grein eftir Sigmund Davíð undir fyrirsögninni „Málalok“. Þar greinir hann frá því að yfirskattanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að Anna Sigurlaug hafi ofgreitt skatt vegna Wintris. Sé litið til fyrirsagnar greinar Sigmundar og niðurlags greinar hans þess efnis að nú bíði ný tækifæri og verkefni, þá virðist hann vilja meina að málinu sé þar með lokið. En, hann segir í grein sinni:Málinu lokið, eða þannig„Ef til vill ætti maður að þakka sjónvarpsmönnum fyrir að benda á að eiginkona mín geti sparað sér skattgreiðslur. Mér hefði þó þótt heiðarlegra að sú ábending bærist með öðrum hætti en raun varð. Ef heiðarleg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð og ég eða kona mín einfaldlega verið spurð út í félagið hefði verið hægt að veita allar upplýsingar eins og raunar var gert. Það var hins vegar ekkert tillit tekið til skýringanna því búið var að skrifa handrit fyrir fram,“ skrifar Sigmundur en þar er vísað til Kastljóss Ríkissjónvarpsins og hins fræga þáttar um Panamaskjölin, sem segja má að hafi leitt til þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hrökklaðist frá völdum.„Í stað þess að leita sannleikans var leitast við að draga upp hið gagnstæða með mikilli fyrirhöfn. Sett á svið leikrit, reynt við að blekkja og rugla bæði viðmælendur og áhorfendur, viðtal tekið úr samhengi til að láta það líta út fyrir að vera allt annað en lagt var upp með, litið fram hjá svörum, skýringum og staðreyndum. Tilgangurinn hafði ekkert með sannleiksleit að gera. Handrit og framleiðsla snerust um að reyna að niðurlægja forsætisráðherra Íslands og þar með landið í útlöndum og, eins og við fengum að heyra, fella ríkisstjórn landsins,“ skrifar Sigmundur en vill meina að málinu sé nú lokið.„Dæma á RÚV fyrir landráð“ Einarðir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast ekki taka fyrirsögn greinar hans mjög hátíðlega, um málalok, heldur hafa tekið boltann á loft. Guðfinna Jóh Guðmundsdóttir borgarfulltrúi er ein þeirra og hefur hún farið mikinn á Facebook nú í nótt og í morgun.Á Facebookvegg Guðfinnu geisar umræða sem snýst ekki síst um meinta aðför Ríkisútvarpsins að Sigmundi Davíð.„Það þurfa ansi margir að biðja þau hjón Önnu Sigurlaugu og Sigmund Davíð afsökunar,“ segir hún og vísar til fyrirsagnar Fréttablaðsins þar sem greint er frá ofgreiddum skatti vegna Wintris. Vinir Guðfinnu taka heilshugar undir með henni og þeim er heitt í hamsi. „Við eigum aldeilis mikið af illum tungum og illa innrættu fólki. Ég bara spyr, er ekki eitthvað að heima hjá þessu fólki,“ segir Þóra Guðmundsdóttir. Jón Sig segir að vandamálið sé að „heiftin er svo mikil i að ata Sigmund aur að þessi hópur mun aldrei hafa það í sér að biðjast afsökunar.“ Óskar Guðmundsson spyr hvort RUV hafi framið valdarán? Og Birgir Stefánsson telur engan vafa leika á því. „Já. Dæma ruv fyrir landráð.“ Málshefjandi segir þetta skammarlegt og Anna Björg Hjartardóttir bíður eftir afsökunarbeiðni frá RÚV og fleirum. „Sigmundur sagði satt allan tímann.“ Og hún heldur áfram: „Það eiga að fara fréttatilkynningar á heimspressuna um lygar RÚV sem hannaði og laug upp ásökunum á forsætisráðherrann, gerðist jafnframt dómari í málinu og fór svo í aðför að þeim hjónum þar til ríkisstjórnin féll.“„RUV laug uppí opið geðið á fólki“Og þannig gengur dælan á vegg borgarfulltrúans. Ljóst er að Ríkisútvarpið á ekki uppá pallborðið meðal aðdáenda Sigmundar Davíðs. Alda Jónsdóttir segir: „Það var RUV sam þarna laug upp í opið geðið á fólki...með því að halda til baka rettum uppysingum Og ota fram hinu gagnstæða...“ Svipað er uppi á teningnum hjá Birni Inga Hrafnssyni fjölmiðlamanni með meiru. Hann segir alvarlegur í bragði: „Hefðu nú margir mátt spara stóru orðin í þessu máli. En þetta liggur þá fyrir. Wintrismálinu er formlega lokið hjá íslenskum skattayfirvöldum. Niðurstaðan er skýr: Ofgreiddir skattar og engin tilraun gerð til að koma fé undan. Ég hugsa að margir hugsi sitt í dag.“Galinn spuniOg, margir hugsa sitt en niðurstaðan er kannski ekki sú að Ríkisútvarpið hafi framið valdarán. Fjölmargir á Facebook reyna að benda hinum reiðu aðdáendum Sigmundar Davíðs á að þetta sé strámaður, Sigmundur hafi ekkert verið sakaður um skattsvik heldur fyrst og fremst það að leyna hagsmunum sínum. Og aðrir að hér sé um að ræða afar vafasaman spuna. Hjálmar Gíslason frumkvöðull og fjárfestir er einn þeirra „Leiðréttið mig ef eitthvað í þessu er rangt: * Sigmundur Davíð og frú senda inn nýjar skattaskýrslur *eftir* að upp kemst um Wintris málið, og gera samkomulag við RSK um að greiða skatta sem þau héldu að þau kæmust upp með að greiða ekki af því að enginn vissi af eignunum. Við vitum ekki hver þessi upphæð er. * Hluta málsins (uppgjörsmynt félagsins) er skotið til yfirskattanefndar sem *lækkar* óþekktu greiðsluna um 50 m.kr. (við getum þá ímyndað okkur að hún hafi a.m.k. verið hærri en það) * Og spinnið er að þetta sýni að þau hafi greitt alla skatta og meira að segja of mikið, og þannig sé málið allt þeim í hag?Hjálmar Gíslason er einn fjölmargra sem sér þetta ekki alveg sömu augum og Guðfinna og Björn Ingi.Er þetta í alvöru svona? Ég vona eiginlega að ég sé að misskilja eitthvað því þetta er bara of galinn spuni sem margir virðast samt ekki sjá í gegnum.“Hvítþvottur og fórnarlambsvæðing Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri er annar sem segir blasa við að hér sé um spuna að ræða: „Sigmundur Davíð og frú senda inn nýjar skattaskýrslur EFTIR að upp kemst um Wintris málið, og gera samkomulag við RSK um að greiða skatta sem þau héldu að þau kæmust upp með að greiða ekki af því að enginn vissi af eignunum. Við vitum ekki hver þessi upphæð er. Hluta málsins (uppgjörsmynt félagsins) er skotið til yfirskattanefndar sem lækkar óþekktu greiðsluna um 50 m.kr. Þetta þýðir að upphæðin var hærri en það. Spuni þeirra hjóna er því að þetta sýni að þau hafi greitt alla skatta og meira að segja of mikið, og þannig sé málið allt þeim í hag.“ Þorleifur Örn vill meina að Fréttablaðið, sem greindi frá málinu í morgun, hafi ekki séð í gegnum þetta: „Vel gert í hvítþvotti og fórnarlambavæðingu fólks sem augljóslega ætlaði sér að stinga þessu undan og vissu að tilvist þessa félags myndi gera pólitískri baráttu Sigmundar erfitt fyrir.“ Og þannig má áfram telja. Margir vísa í umfjöllun Kjarnans frá í morgun. Dæmin eru fjölmörg, enn og aftur hefur Wintis kveikt elda sem loga glatt á Facebook. Kosningar 2017 Panama-skjölin Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Panamaþátturinn með Sigmundi Davíð tilnefndur til Emmy-verðlauna Viðtalið sem varð upphafið að enda forsætisráðherratíðar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fyrra hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra Emmy-verðlauna. 7. ágúst 2017 17:36 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Enn og aftur logar allt vegna Wintris, félags Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrum forsætisráðherra og nú formanns Miðflokksins. Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. Í morgun birtist í Fréttablaðinu grein eftir Sigmund Davíð undir fyrirsögninni „Málalok“. Þar greinir hann frá því að yfirskattanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að Anna Sigurlaug hafi ofgreitt skatt vegna Wintris. Sé litið til fyrirsagnar greinar Sigmundar og niðurlags greinar hans þess efnis að nú bíði ný tækifæri og verkefni, þá virðist hann vilja meina að málinu sé þar með lokið. En, hann segir í grein sinni:Málinu lokið, eða þannig„Ef til vill ætti maður að þakka sjónvarpsmönnum fyrir að benda á að eiginkona mín geti sparað sér skattgreiðslur. Mér hefði þó þótt heiðarlegra að sú ábending bærist með öðrum hætti en raun varð. Ef heiðarleg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð og ég eða kona mín einfaldlega verið spurð út í félagið hefði verið hægt að veita allar upplýsingar eins og raunar var gert. Það var hins vegar ekkert tillit tekið til skýringanna því búið var að skrifa handrit fyrir fram,“ skrifar Sigmundur en þar er vísað til Kastljóss Ríkissjónvarpsins og hins fræga þáttar um Panamaskjölin, sem segja má að hafi leitt til þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hrökklaðist frá völdum.„Í stað þess að leita sannleikans var leitast við að draga upp hið gagnstæða með mikilli fyrirhöfn. Sett á svið leikrit, reynt við að blekkja og rugla bæði viðmælendur og áhorfendur, viðtal tekið úr samhengi til að láta það líta út fyrir að vera allt annað en lagt var upp með, litið fram hjá svörum, skýringum og staðreyndum. Tilgangurinn hafði ekkert með sannleiksleit að gera. Handrit og framleiðsla snerust um að reyna að niðurlægja forsætisráðherra Íslands og þar með landið í útlöndum og, eins og við fengum að heyra, fella ríkisstjórn landsins,“ skrifar Sigmundur en vill meina að málinu sé nú lokið.„Dæma á RÚV fyrir landráð“ Einarðir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast ekki taka fyrirsögn greinar hans mjög hátíðlega, um málalok, heldur hafa tekið boltann á loft. Guðfinna Jóh Guðmundsdóttir borgarfulltrúi er ein þeirra og hefur hún farið mikinn á Facebook nú í nótt og í morgun.Á Facebookvegg Guðfinnu geisar umræða sem snýst ekki síst um meinta aðför Ríkisútvarpsins að Sigmundi Davíð.„Það þurfa ansi margir að biðja þau hjón Önnu Sigurlaugu og Sigmund Davíð afsökunar,“ segir hún og vísar til fyrirsagnar Fréttablaðsins þar sem greint er frá ofgreiddum skatti vegna Wintris. Vinir Guðfinnu taka heilshugar undir með henni og þeim er heitt í hamsi. „Við eigum aldeilis mikið af illum tungum og illa innrættu fólki. Ég bara spyr, er ekki eitthvað að heima hjá þessu fólki,“ segir Þóra Guðmundsdóttir. Jón Sig segir að vandamálið sé að „heiftin er svo mikil i að ata Sigmund aur að þessi hópur mun aldrei hafa það í sér að biðjast afsökunar.“ Óskar Guðmundsson spyr hvort RUV hafi framið valdarán? Og Birgir Stefánsson telur engan vafa leika á því. „Já. Dæma ruv fyrir landráð.“ Málshefjandi segir þetta skammarlegt og Anna Björg Hjartardóttir bíður eftir afsökunarbeiðni frá RÚV og fleirum. „Sigmundur sagði satt allan tímann.“ Og hún heldur áfram: „Það eiga að fara fréttatilkynningar á heimspressuna um lygar RÚV sem hannaði og laug upp ásökunum á forsætisráðherrann, gerðist jafnframt dómari í málinu og fór svo í aðför að þeim hjónum þar til ríkisstjórnin féll.“„RUV laug uppí opið geðið á fólki“Og þannig gengur dælan á vegg borgarfulltrúans. Ljóst er að Ríkisútvarpið á ekki uppá pallborðið meðal aðdáenda Sigmundar Davíðs. Alda Jónsdóttir segir: „Það var RUV sam þarna laug upp í opið geðið á fólki...með því að halda til baka rettum uppysingum Og ota fram hinu gagnstæða...“ Svipað er uppi á teningnum hjá Birni Inga Hrafnssyni fjölmiðlamanni með meiru. Hann segir alvarlegur í bragði: „Hefðu nú margir mátt spara stóru orðin í þessu máli. En þetta liggur þá fyrir. Wintrismálinu er formlega lokið hjá íslenskum skattayfirvöldum. Niðurstaðan er skýr: Ofgreiddir skattar og engin tilraun gerð til að koma fé undan. Ég hugsa að margir hugsi sitt í dag.“Galinn spuniOg, margir hugsa sitt en niðurstaðan er kannski ekki sú að Ríkisútvarpið hafi framið valdarán. Fjölmargir á Facebook reyna að benda hinum reiðu aðdáendum Sigmundar Davíðs á að þetta sé strámaður, Sigmundur hafi ekkert verið sakaður um skattsvik heldur fyrst og fremst það að leyna hagsmunum sínum. Og aðrir að hér sé um að ræða afar vafasaman spuna. Hjálmar Gíslason frumkvöðull og fjárfestir er einn þeirra „Leiðréttið mig ef eitthvað í þessu er rangt: * Sigmundur Davíð og frú senda inn nýjar skattaskýrslur *eftir* að upp kemst um Wintris málið, og gera samkomulag við RSK um að greiða skatta sem þau héldu að þau kæmust upp með að greiða ekki af því að enginn vissi af eignunum. Við vitum ekki hver þessi upphæð er. * Hluta málsins (uppgjörsmynt félagsins) er skotið til yfirskattanefndar sem *lækkar* óþekktu greiðsluna um 50 m.kr. (við getum þá ímyndað okkur að hún hafi a.m.k. verið hærri en það) * Og spinnið er að þetta sýni að þau hafi greitt alla skatta og meira að segja of mikið, og þannig sé málið allt þeim í hag?Hjálmar Gíslason er einn fjölmargra sem sér þetta ekki alveg sömu augum og Guðfinna og Björn Ingi.Er þetta í alvöru svona? Ég vona eiginlega að ég sé að misskilja eitthvað því þetta er bara of galinn spuni sem margir virðast samt ekki sjá í gegnum.“Hvítþvottur og fórnarlambsvæðing Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri er annar sem segir blasa við að hér sé um spuna að ræða: „Sigmundur Davíð og frú senda inn nýjar skattaskýrslur EFTIR að upp kemst um Wintris málið, og gera samkomulag við RSK um að greiða skatta sem þau héldu að þau kæmust upp með að greiða ekki af því að enginn vissi af eignunum. Við vitum ekki hver þessi upphæð er. Hluta málsins (uppgjörsmynt félagsins) er skotið til yfirskattanefndar sem lækkar óþekktu greiðsluna um 50 m.kr. Þetta þýðir að upphæðin var hærri en það. Spuni þeirra hjóna er því að þetta sýni að þau hafi greitt alla skatta og meira að segja of mikið, og þannig sé málið allt þeim í hag.“ Þorleifur Örn vill meina að Fréttablaðið, sem greindi frá málinu í morgun, hafi ekki séð í gegnum þetta: „Vel gert í hvítþvotti og fórnarlambavæðingu fólks sem augljóslega ætlaði sér að stinga þessu undan og vissu að tilvist þessa félags myndi gera pólitískri baráttu Sigmundar erfitt fyrir.“ Og þannig má áfram telja. Margir vísa í umfjöllun Kjarnans frá í morgun. Dæmin eru fjölmörg, enn og aftur hefur Wintis kveikt elda sem loga glatt á Facebook.
Kosningar 2017 Panama-skjölin Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Panamaþátturinn með Sigmundi Davíð tilnefndur til Emmy-verðlauna Viðtalið sem varð upphafið að enda forsætisráðherratíðar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fyrra hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra Emmy-verðlauna. 7. ágúst 2017 17:36 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30
„Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11
Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00
Panamaþátturinn með Sigmundi Davíð tilnefndur til Emmy-verðlauna Viðtalið sem varð upphafið að enda forsætisráðherratíðar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fyrra hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra Emmy-verðlauna. 7. ágúst 2017 17:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent