Tímaþröng einkennir listana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Mikil endurnýjun varð í síðustu kosningum. Nærri helmingur þingmanna náði þá kjöri í fyrsta sinn. vísir/anton Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira