Tímaþröng einkennir listana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Mikil endurnýjun varð í síðustu kosningum. Nærri helmingur þingmanna náði þá kjöri í fyrsta sinn. vísir/anton Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira