Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 08:33 Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira