Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 07:53 Erfiðlega hefur gengið að keyra birgðum um götur og vegi Puerto Rico vegna skemmda og braks. Vísir/AFP Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira