Hættum að vandræðast með lyfin Jakob Falur Garðarsson skrifar 19. október 2017 13:30 Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar