Vilhjálmur strunsar af fundi: Segir Sigríði Rut bulla og delera Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2017 11:59 Vilhjálmur segir að fólk verði að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt framúr sér. Vísir/Eyþór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37