Sterkastir á vegum og flugvöllum Aflvélar kynna 19. október 2017 11:15 Friðrik Ingi Friðriksson við nýjan bíl með Schmidt framtönn, undirtönn og salt- og sanddreifara. MYNDIR/ANTON BRINK Í tæp 40 ár hafa Aflvélar séð íslenskum ferðalöngum fyrir öryggi á vegum og flugvöllum. Fyrirtækið slær í takt við tímann og hefur nú látið íslenska stjórnbúnað vinnutækja sem tryggir öryggi og sparnað. „Á Íslandi stoðar lítt að vera með veikbyggð tæki í vegavinnu, hálkuvörnum og snjómokstri og því selja Aflvélar eingöngu níðsterk og þrautreynd tæki sem falla best að íslenskum aðstæðum,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, eigandi og forstjóri Aflvéla. Friðrik Ingi er úr þriðja ættlið sem stýrir þessu fjölskyldufyrirtæki sem byggir á hinu 87 ára gamla fyrirtæki, Burstagerðinni. „Það var afi minn, Hróbjartur Árnason burstagerðarmeistari, sem stofnaði fyrirtækið 1930 undir nafninu Burstagerðin,“ útskýrir Friðrik Ingi. „Afi var eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í burstagerðariðn og því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi.“ Á upphafsárunum seldi Burstagerðin bursta í flugbrautasópa en þegar umboðsaðili fyrirtækisins ytra hóf að framleiða vélar fyrir burstana tók Burstagerðin að selja vélar þeirra á flugvellina hér heima. „Þá stofnuðum við Aflvélar til að halda utan um vélareksturinn. Við erum þó enn trúir upprunanum því Burstagerðin var rekin áfram sem sér fyrirtæki og er enn í fullum rekstri með bílakústa, sem finna má á öllum bensínstöðvum, burstamottur í anddyri, verksmiðjukústa fyrir álverin og ýmsa sérframleiðslu fyrir fiskiðnaðinn og fleira,“ segir Friðrik Ingi.Fjölplógar og vagnar fyrir dráttarvélar.Tæki fyrir allar árstíðir Aflvélar hafa í áratugi verið með umboð fyrir fleiri en einn af stærstu vélaframleiðendum Evrópu í tækjum til snjóruðnings og hreinsunar á vegum og flugvöllum, og er svissneski framleiðandinn Aebi-Schmidt flaggskip Aflvéla. „Íslenskar aðstæður, með tilheyrandi ísingu, kalla á sterkustu tækin, meðal annars öflugar undirtennur undir flugbrautartrukka og snjóruðningsbíla. Vegagerðin kaupir af okkur sand- og saltdreifara frá Aebi-Schmidt sem hún notar víðsvegar á landinu, ásamt snjótönnum framan á vörubíla. Við seljum líka mikið af fjölplógum á dráttarvélar og fjölnota tæki fyrir bændur, verktaka og sveitarfélög. Þar að auki snjóblásara og ýmis tæki sem tengjast dráttarvélum og vinnuflokkabílum, ásamt sérútbúnum bílum fyrir flugvelli og verktaka.“ Hjá Aflvélum fæst tækjabúnaður fyrir allar tegundir ökutækja, dráttarvéla, vörubíla og pallbíla, og fyrir allar árstíðir. Þá er þar nýtt verkstæði sem sér um ásetningar og smíðar fyrir viðskiptavini. „Sumarið kallar líka á tækjakost Aflvéla og seljum við mörg tæki til sumarverka, eins og götusópa og sópa á dráttarvélar. Þar að auki selja Aflvélar iðnaðarryksugur, innihreinsivélar og gólfþvottavélar,“ upplýsir Friðrik Ingi.Hér má sjá nýjan stjórnbúnað á íslensku fyrir sand-og saltdreifara og nýjan stjórnbúnað fyrir tennur með léttibúnaði.Íslensk stjórnborð Aflvélar bjóða nú íslenskuð stjórnborð í nýjustu tækin frá Aebi-Schmidt, svo sem sand- og saltdreifara, götusópa og fleira. „Nú er mikið að gerast í stýribúnaði vinnutækja sem eru komin í ferilvöktun sem meðal annars Vegagerðin er farin að nýta sér. Með ferilvöktun er hægt að fá nákvæmar upplýsingar jafnóðum á netinu; um hvar tækin eru, til dæmis sand- og saltdreifarar; hverju er verið að dreifa með þeim, á hvaða hraða og hversu mörg grömm af sandi/salti/pækli eru notuð á fermetra. Allar upplýsingar eru svo geymdar í sjö ár í erlendum gagnabanka,“ útskýrir Friðrik Ingi.Fjölplógar og vagnar fyrir dráttarvélar.Hann segir ferilvöktun líka gegna öryggishlutverki. „Með ferilvöktun er hægt að stjórna verkferlum og skoða hvað var gert og á hvaða tíma, komi eitthvað upp á. Nú þegar er þessi stjórnbúnaður kominn í gagnið á flugvöllum, því ef eitthvað kemur upp á við flugvélarnar er hægt að sjá hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þá hefur ferilvöktun einnig áhrif á eftirfylgni og sparnað, því hægt er að fylgjast nákvæmlega með því hvað gert er og hægt að stoppa það ef ekki er rétt gert. Margir sjá strax mikinn sparnað í notkun stjórnbúnaðarins sem setja má í mörg tæki, en er mest notaður fyrir sand- og saltdreifara í dag.“Hér má sjá inn í nýjan sýningarsal Aflvéla.Greinin er unnin í samvinnu með Aflvélum, sem eru í Vesturhrauni 3, Garðabæ. Sími 480 000. Sjá aflvelar.is.
Í tæp 40 ár hafa Aflvélar séð íslenskum ferðalöngum fyrir öryggi á vegum og flugvöllum. Fyrirtækið slær í takt við tímann og hefur nú látið íslenska stjórnbúnað vinnutækja sem tryggir öryggi og sparnað. „Á Íslandi stoðar lítt að vera með veikbyggð tæki í vegavinnu, hálkuvörnum og snjómokstri og því selja Aflvélar eingöngu níðsterk og þrautreynd tæki sem falla best að íslenskum aðstæðum,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, eigandi og forstjóri Aflvéla. Friðrik Ingi er úr þriðja ættlið sem stýrir þessu fjölskyldufyrirtæki sem byggir á hinu 87 ára gamla fyrirtæki, Burstagerðinni. „Það var afi minn, Hróbjartur Árnason burstagerðarmeistari, sem stofnaði fyrirtækið 1930 undir nafninu Burstagerðin,“ útskýrir Friðrik Ingi. „Afi var eini Íslendingurinn sem fékk meistarabréf í burstagerðariðn og því brautryðjandi á þessu sviði hér á landi.“ Á upphafsárunum seldi Burstagerðin bursta í flugbrautasópa en þegar umboðsaðili fyrirtækisins ytra hóf að framleiða vélar fyrir burstana tók Burstagerðin að selja vélar þeirra á flugvellina hér heima. „Þá stofnuðum við Aflvélar til að halda utan um vélareksturinn. Við erum þó enn trúir upprunanum því Burstagerðin var rekin áfram sem sér fyrirtæki og er enn í fullum rekstri með bílakústa, sem finna má á öllum bensínstöðvum, burstamottur í anddyri, verksmiðjukústa fyrir álverin og ýmsa sérframleiðslu fyrir fiskiðnaðinn og fleira,“ segir Friðrik Ingi.Fjölplógar og vagnar fyrir dráttarvélar.Tæki fyrir allar árstíðir Aflvélar hafa í áratugi verið með umboð fyrir fleiri en einn af stærstu vélaframleiðendum Evrópu í tækjum til snjóruðnings og hreinsunar á vegum og flugvöllum, og er svissneski framleiðandinn Aebi-Schmidt flaggskip Aflvéla. „Íslenskar aðstæður, með tilheyrandi ísingu, kalla á sterkustu tækin, meðal annars öflugar undirtennur undir flugbrautartrukka og snjóruðningsbíla. Vegagerðin kaupir af okkur sand- og saltdreifara frá Aebi-Schmidt sem hún notar víðsvegar á landinu, ásamt snjótönnum framan á vörubíla. Við seljum líka mikið af fjölplógum á dráttarvélar og fjölnota tæki fyrir bændur, verktaka og sveitarfélög. Þar að auki snjóblásara og ýmis tæki sem tengjast dráttarvélum og vinnuflokkabílum, ásamt sérútbúnum bílum fyrir flugvelli og verktaka.“ Hjá Aflvélum fæst tækjabúnaður fyrir allar tegundir ökutækja, dráttarvéla, vörubíla og pallbíla, og fyrir allar árstíðir. Þá er þar nýtt verkstæði sem sér um ásetningar og smíðar fyrir viðskiptavini. „Sumarið kallar líka á tækjakost Aflvéla og seljum við mörg tæki til sumarverka, eins og götusópa og sópa á dráttarvélar. Þar að auki selja Aflvélar iðnaðarryksugur, innihreinsivélar og gólfþvottavélar,“ upplýsir Friðrik Ingi.Hér má sjá nýjan stjórnbúnað á íslensku fyrir sand-og saltdreifara og nýjan stjórnbúnað fyrir tennur með léttibúnaði.Íslensk stjórnborð Aflvélar bjóða nú íslenskuð stjórnborð í nýjustu tækin frá Aebi-Schmidt, svo sem sand- og saltdreifara, götusópa og fleira. „Nú er mikið að gerast í stýribúnaði vinnutækja sem eru komin í ferilvöktun sem meðal annars Vegagerðin er farin að nýta sér. Með ferilvöktun er hægt að fá nákvæmar upplýsingar jafnóðum á netinu; um hvar tækin eru, til dæmis sand- og saltdreifarar; hverju er verið að dreifa með þeim, á hvaða hraða og hversu mörg grömm af sandi/salti/pækli eru notuð á fermetra. Allar upplýsingar eru svo geymdar í sjö ár í erlendum gagnabanka,“ útskýrir Friðrik Ingi.Fjölplógar og vagnar fyrir dráttarvélar.Hann segir ferilvöktun líka gegna öryggishlutverki. „Með ferilvöktun er hægt að stjórna verkferlum og skoða hvað var gert og á hvaða tíma, komi eitthvað upp á. Nú þegar er þessi stjórnbúnaður kominn í gagnið á flugvöllum, því ef eitthvað kemur upp á við flugvélarnar er hægt að sjá hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þá hefur ferilvöktun einnig áhrif á eftirfylgni og sparnað, því hægt er að fylgjast nákvæmlega með því hvað gert er og hægt að stoppa það ef ekki er rétt gert. Margir sjá strax mikinn sparnað í notkun stjórnbúnaðarins sem setja má í mörg tæki, en er mest notaður fyrir sand- og saltdreifara í dag.“Hér má sjá inn í nýjan sýningarsal Aflvéla.Greinin er unnin í samvinnu með Aflvélum, sem eru í Vesturhrauni 3, Garðabæ. Sími 480 000. Sjá aflvelar.is.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira