Alvöru kosningaeftirlit Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. október 2017 09:15 Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun