Bann við verðtryggingu er galin hugmynd Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. október 2017 09:00 Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar