Skapandi og græn fjarheilbrigðisþjónusta Óttarr Proppé skrifar 19. október 2017 09:00 Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun