Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:15 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira