MS ætlar að breyta mysu í vín innan tveggja ára Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ný verksmiðja Heilsupróteins á Sauðárkróki verður vígð á laugardag. Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira