Fokheldi fagnað í Hlaðgerðarkoti Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. október 2017 20:30 Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira