Þótti ekki kynferðisleg áreitni að girða niður um konu á Goslokahátíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. október 2017 16:09 Brotið átti sér stað í júlí árið 2015 þegar Goslokahátíð fór fram í Eyjum. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn konu á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. Var manninum gefið að sök að hafa klætt konuna úr buxunum, stungið fingrum sínum upp í munn sinn og í kjölfarið í leggöng konunnar og káfað á kynfærum hennar. Gat konan ekki varið sig sökum ölvunar. Lögreglunni barst tilkynning vegna málsins að morgni 5. Júlí 2015 um að mögulegt kynferðisbrot væri að eiga sér stað. Þegar lögreglan kom á vettvang sat konan á bekk með bakið að húsvegg og maðurinn á móti henni. Svartar síðbuxur konunnar voru niðri á miðjum lærum hennar og virtist maðurinn, sem var fullklæddur og greinilega ölvaður, vera að reyna að hysja upp um hana buxurnar þegar lögreglan kom á vettvang. Að sögn lögreglu leit konan út fyrir að vera sofandi og sýndi engin viðbrögð við lögreglu. Var konan færð á lögreglustöð og þegar hún hafi verið viðræðuhæf hafi hún sagst muna eftir því að ákærði hafi verið að reyna við hana, en hún hafi ekki sýnt honum neinn áhuga. Hann hafði ekki náð að komast að neinum „óþægilegum stöðum“ að hennar sögn. Hún hafi ekki viljað gera neitt í málinu og var því ekið heim.Mynd þar sem hendi sást í klofi konunnar Skömmu seinna sama dag kom tilkynnandinn á lögreglustöðina og hafði meðferðis mynd sem hann hafði tekið á snjallsímann sinn þar sem sjá mátti fólkið sitja við húsgaflinn. Sást á myndinni að konan væri með svartar síðbuxur á hælunum og maðurinn með hendur í klofi hennar. Sagði tilkynnandinn að maðurinn hafi dregið buxurnar niður um brotaþola sem hafi ekki veitt mótspyrnu enda hafi hún verið rænulaus sökum ölvunar. Þá er haft eftir tilkynnandanum í skýrslu að maðurinn hafi í þrígang stungið fingrunum í munn sér og síðan í klof brotaþola. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Nokkur vitni voru af samskiptum fólksins umrætt kvöld. Könnuðust þau við að maðurinn hafi verið að reyna við konuna en hún ekki tekið vel í framgang mannsins. Í skýrslu hjá lögreglu við rannsókn málsins kannaðist maðurinn við að hafa hitt konuna undir morgun. þau hafi verið að spjalla og sest niður. Hún hafi verið farin að sofna og höfuð hennar hafi verið farið að detta á öxl hans. Kannaðist hann ekki við að hafa gert við konuna en hún hafi verið með vodkapela sem þau hafi bæði drukkið af. Hann sagðist hafa haldið að hann hafi farið heim með leigubíl og muni næst eftir sér þegar hann hafi vaknað heima hjá sér í öllum fötunum þegar lögregla hafi komið að sækja hann.Tvenns konar DNA á fingrum mannsins Maðurinn gekkst undir réttarlæknisfræðilega skoðun þar sem tekið var blóðsýni, strok frá getnaðarlim, fingrum, skaf undan nöglum og munnvatnssýni. Í niðurstöðum þess segir að í stroksýni af tveimur fingrum vinstri handar mannsins hafi verið blanda af erfðaefni tveggja einstaklinga. Annars vegar úr honum sjálfum og var það í meirihluta en í minnihluta hafi verið erfðaefni eins og úr brotaþola. Konan mundi ekkert eftir atburðinum og eins ber maðurinn fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi girt buxurnar niður um konuna og sett hönd sína á milli læra hennar. Það sé þó ósannað að hann hafi snert kynfæri hennar og því er það niðurstaða dómsins að ekki sé um kynferðisbrot að ræða. „Sú háttsemi sem telst vera hafin yfir skynsamlegan vafa þykir á hinn bóginn fela í sér fullframið brot gegn blygðunarsemi brotaþola og verður sú háttsemi ákærða, sem sönnuð er, heimfærð undir 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ segir í dómnum. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Honum er einnig gert að greiða konunni 100 þúsund krónur og einn sjötta hluta sakarkostnaðar, eða rúmar 500 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn konu á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. Var manninum gefið að sök að hafa klætt konuna úr buxunum, stungið fingrum sínum upp í munn sinn og í kjölfarið í leggöng konunnar og káfað á kynfærum hennar. Gat konan ekki varið sig sökum ölvunar. Lögreglunni barst tilkynning vegna málsins að morgni 5. Júlí 2015 um að mögulegt kynferðisbrot væri að eiga sér stað. Þegar lögreglan kom á vettvang sat konan á bekk með bakið að húsvegg og maðurinn á móti henni. Svartar síðbuxur konunnar voru niðri á miðjum lærum hennar og virtist maðurinn, sem var fullklæddur og greinilega ölvaður, vera að reyna að hysja upp um hana buxurnar þegar lögreglan kom á vettvang. Að sögn lögreglu leit konan út fyrir að vera sofandi og sýndi engin viðbrögð við lögreglu. Var konan færð á lögreglustöð og þegar hún hafi verið viðræðuhæf hafi hún sagst muna eftir því að ákærði hafi verið að reyna við hana, en hún hafi ekki sýnt honum neinn áhuga. Hann hafði ekki náð að komast að neinum „óþægilegum stöðum“ að hennar sögn. Hún hafi ekki viljað gera neitt í málinu og var því ekið heim.Mynd þar sem hendi sást í klofi konunnar Skömmu seinna sama dag kom tilkynnandinn á lögreglustöðina og hafði meðferðis mynd sem hann hafði tekið á snjallsímann sinn þar sem sjá mátti fólkið sitja við húsgaflinn. Sást á myndinni að konan væri með svartar síðbuxur á hælunum og maðurinn með hendur í klofi hennar. Sagði tilkynnandinn að maðurinn hafi dregið buxurnar niður um brotaþola sem hafi ekki veitt mótspyrnu enda hafi hún verið rænulaus sökum ölvunar. Þá er haft eftir tilkynnandanum í skýrslu að maðurinn hafi í þrígang stungið fingrunum í munn sér og síðan í klof brotaþola. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Nokkur vitni voru af samskiptum fólksins umrætt kvöld. Könnuðust þau við að maðurinn hafi verið að reyna við konuna en hún ekki tekið vel í framgang mannsins. Í skýrslu hjá lögreglu við rannsókn málsins kannaðist maðurinn við að hafa hitt konuna undir morgun. þau hafi verið að spjalla og sest niður. Hún hafi verið farin að sofna og höfuð hennar hafi verið farið að detta á öxl hans. Kannaðist hann ekki við að hafa gert við konuna en hún hafi verið með vodkapela sem þau hafi bæði drukkið af. Hann sagðist hafa haldið að hann hafi farið heim með leigubíl og muni næst eftir sér þegar hann hafi vaknað heima hjá sér í öllum fötunum þegar lögregla hafi komið að sækja hann.Tvenns konar DNA á fingrum mannsins Maðurinn gekkst undir réttarlæknisfræðilega skoðun þar sem tekið var blóðsýni, strok frá getnaðarlim, fingrum, skaf undan nöglum og munnvatnssýni. Í niðurstöðum þess segir að í stroksýni af tveimur fingrum vinstri handar mannsins hafi verið blanda af erfðaefni tveggja einstaklinga. Annars vegar úr honum sjálfum og var það í meirihluta en í minnihluta hafi verið erfðaefni eins og úr brotaþola. Konan mundi ekkert eftir atburðinum og eins ber maðurinn fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi girt buxurnar niður um konuna og sett hönd sína á milli læra hennar. Það sé þó ósannað að hann hafi snert kynfæri hennar og því er það niðurstaða dómsins að ekki sé um kynferðisbrot að ræða. „Sú háttsemi sem telst vera hafin yfir skynsamlegan vafa þykir á hinn bóginn fela í sér fullframið brot gegn blygðunarsemi brotaþola og verður sú háttsemi ákærða, sem sönnuð er, heimfærð undir 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ segir í dómnum. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Honum er einnig gert að greiða konunni 100 þúsund krónur og einn sjötta hluta sakarkostnaðar, eða rúmar 500 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira