Bananalýðveldi Frosti Logason skrifar 19. október 2017 07:00 Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun