Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:25 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump er sakaður um taktleysi. Skammt er síðan hann sagði fórnarlömbum fellibyljarsins Maríu á Púertó Ríkó að skemmta sér vel. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.
Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45