

Iðnnám er töff
Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar.
Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða.
En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt.
Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.
Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður.
Skoðun

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar