Sam Allardyce þykir líklegastur til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City samkvæmt veðbönkum.
Leicester er í stjóraleit eftir að Craig Shakespeare var látinn taka pokann sinn í gær eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.
Stóri Sam hefur verið í fríi síðan hann hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil. Hann hefur sagt að hann sé ekki á leið aftur í þjálfun.
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, er næstur á blaði hjá veðbönkum. Hann hefur gefið í skyn að hann gæti hætt með velska landsliðið.
Sean Dyche, stjóri Burnley, er í 3. sæti hjá veðbönkum, Carlo Ancelotti í því fjórða og Alan Pardew í því fimmta.
Leicester er í fallsæti eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Swansea City á útivelli á laugardaginn.

