Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2017 06:00 Maxim Lapunov sætti pyntingum í téténsku fangelsi. vísir/afp „Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira